Aukinn þorskkvóti á næsta ári verður notaður í þágu kvótagreifanna, sem eiga bófaflokkana í ríkisstjórn. Aukningin verður ekki notuð til strandveiða og ekki boðin til leigu á frjálsum markaði. Bófaflokkarnir hata frjálsan markað. Þeir elska einokun, einkum einkavinavædda einokun. Meirihluti þjóðarinnar skilur, að opna verði fiskveiðarnar með því að bjóða út leigukvóta til skamms tíma. Á þann hátt muni koma í ljós, hver er eðlileg auðlindarenta fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Því miður lýsir vitneskjan sér ekki í meðferð kjósenda á dýrmætu atkvæði sínum í kosningum. Því bera kjósendur ábyrgð á ránsferð bófaflokkanna.