Gróðafíklar hyggjast loka fyrir útsýni að Skógafossi með því að byggja hótel í sjónlínunni. Markmiðið er, að útsýnið að fossinum sé frá gluggum hótelsins. Næsta skref gróðafíknar í ferðabransanum verður að reisa hótel allan hringinn umhverfis Kerið í Grímsnesi, umhverfis Strokk á Geysissvæðinu og umhverfis útsýnispallana við Gullfoss. Auðvelt verður að fá sveitavarginn í hreppsnefndum til að knýja fram skipulagið. Reynslan frá útlöndum sýnir, að í skipulagi nægir að veifa peningaseðlum. Reynslan hér af sjávarútvegi, raforku og ferðaþjónustu sýnir, að gráðugir auðgreifar eru fljótir að sölsa undir sig þjóðarauðlindir.