Greifarnir eiga pólitíkina

Punktar

Ríkisstjórnin varði fyrirhugaðan niðurskurð menningar og eftirlits með bófaflokkum fjármála með því að peningana vantaði í heilbrigðiskerfið. Svo kemur í ljós, að peningarnir fara ekki heldur í heilbrigðiskerfið. Þeir voru nefnilega strax sendir kvótagreifum og auðgreifum. Ekkert er orðið eftir af réttlætingum, nema örfá innantóm slagorð: “Gefum þeim séns” og “Þetta skýrist seinna”. Raunar hafði ríkisstjórnin aðeins eitt mál á dagskrá, að létta auðlindarentu af kvótagreifum og auðlegðarskatti af auðgreifum. Hins vegar mega sjúklingar éta það, sem úti frýs. Greifarnir eiga pólitíkina.