Enn einu sinni er Davíð Oddsson í kranaviðtali. Greifinn af Íslandi mætir eins og drottning, fær ekki einu sinni alvöruspurningar. Þátturinn í gær var skrípó, aðstandendum til skammar. Hafi Davíð einhvern tíma verið tekinn á beinið í fjölmiðli, man ég ekki eftir því. Þetta er maðurinn, sem skrifaði með Árna Mathiesen undir játninguna 19. nóvember. Þar segja þeir, að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum gagnvart öllum eigendum IceSave innistæðna. Samt tyggur Davíð í sífellu, að hann sé andvígur. Forhertasti pólitíkusinn er enn í náð fjölmiðlunga og fær óáreittur að segja landsmönnum þétta lygi.