Greinar um hestamennsku

Punktar

Árin 2003-2005 var ég útgáfustjóri hestablaðsins Eiðfaxa. Þá skrifaði ég í blaðið fjölda greina um hestamennsku, einkum um langferðir á sumrum. Þar er meðal annars fjallað um útbúnað á ferðum, klæðnað fólks og rekstur hrossa. Allt var það byggt á uppsafnaðri reynslu ýmissa manna. Greinarnar hafa nú verið settar í gagnabankann www.jonas.is. Til að finna grein nægir að fara í leitarboxið hér vinstra megin og skrifa þar inn leitarorð, t.d. “stígvéli”, “GPS”, “mél”. Ef menn vilja nota ítarlegri leið, þurfa þeir að fara í flokkinn “Greinar”, þar sem eru leitarbox fyrir mörg leitarorð í senn.