Greindarskerðing Ríkisútvarpsins heldur áfram. Kristni Hrafnssyni var sagt upp í dag, einum bezta fréttamanni stofnunarinnar. Við honum tekur einhver unglingur af því tagi, sem í vaxandi mæli einkenna apparatið. Sameiginlegt einkenni þeirra er, að þeir kunna hvorki íslenzku né blaðamennsku. Rugla saman tölum, tíðum, föllum, kynjum og einkum þó föstum orðasamböndum. Eiður Svanberg Guðnason hefur rækilega lýst málfarshruni Ríkisútvarpsins í 362 pistlum um miðlana. Auglýsingadeildin hefur tekið við dagskrárstjórn eins og í svartasta kapítalisma Mark Willes, sem setti Los Angeles Times á hausinn.