Greindarskortur og siðblinda

Punktar

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup hafa Flokkurinn og Framsókn samtals 53% fylgi kjósenda eða meirihlutafylgi. Samt eru þetta bófaflokkar, báðir á framfæri kvótagreifa og Framsókn þar á ofan á framfæri verktaka. Formenn beggja eru aðilar að vafasömum gerningum. Saman bjuggu þessir tveir flokkar til kerfið, sem hrundi 2008. Raunar er það hneyksli, að nokkur skuli leggja lag sitt við svo augljósa bófaflokka. Ég tel fylgi Flokksins og Framsóknar beztu sönnun þess, að Íslendingar eru ófærir um að reka sjálfstætt ríki. Ótrúlega margir landsmenn stíga ekki í vitið og ótrúlega margir eru beinlínis siðblindir.