Spunakerlingar Jóhönnu Sigurðardóttur hvöttu hana til að leika einleik gegn ráðherrum sínum og gegn Seðlabankastjóra. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Steingrímur J. Sigfússon urðu kindarlegir, þegar þeir voru spurðir um hryllingslýsingu hennar. Þeir vilja ekki kannast við þær ógnir, sem Jóhanna telur blasa við. Ég sé engar líkur á, að hótanir Jóhönnu liðki fyrir sátt í stjórnarmeirihlutanum. Þær munu líklegast fæla uppreisnarfólkið hjá vinstri grænum og gera þingmeirihluta langsóttari en ella. Ég held, að allt þetta uppistand stafi af greindarskorti hjá spunakerlingum forsætisráðuneytisins.