Gríðarleg sök hrun-ráðherra

Punktar

Guðrún Johnsen lektor bendir á þrjú atriði, sem ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu getað hindrað. !. IceSave. 2. Gjaldþrot Seðlabankans vegna útlána til banka gegn litlum og engum veðum. 3. Útlán banka til eigenda þeirra síðustu mánuðina fyrir hrun. Ef Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu gripið í taumana um mitt ár 2008, hefði ríkið sparað sér hundruð milljarða. Sennilega sparað sér allan þorra tjónsins. Geir og Ingibjörg vissu nógu mikið til að grípa til gagnaðgerða og klúðruðu því gersamlega. Sök þeirra er gríðarleg, miklu meiri en svo, að Landsdómur einn dugi til að gera hana upp.