Grikkir borgi bara þriðjung

Punktar

Ég held, að Grikkir eigi að borga þriðjung af súpunni. Eiga þátt í sökinni, kusu yfir sig hægri sinnaðar ríkisstjórnir, sem eyddu og spenntu. Eins og á Íslandi. Þannig náðu Grikkir sér í ósjálfbær lífskjör og komust hjá því að borga skatta. Eins og á Íslandi. En þeir sitja uppi með allar sínar skuldir. Virðulegir bankar hafa lánað Grikkjum villt og galið og neita að taka þátt í björguninni. Bankar hirða bara gróða, en neita að bera tap, er illa gengur. Ríkisstjórnir og fjölþjóðabankar styðja þá úreltu stefnu. Enda múta bankar pólitíkusum. Eins og hér. Kominn er tími til, að fjármagnið borgi fyrir sig.