Hræddur er ég um, að Grikkir felli samkomulagið um eftirgjöf hálfra skulda ríkisins. Skilyrði þess eru óvinsæl, frekari niðurskurður og brottrekstur mikils fjölda óþarfra og óhæfra ríkisstarfsmanna. Eins og Íslendingar eru Grikkir í afneitun um aðild sína að efnahagshruni landsins. Þeir telja sig ofsótta af Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fæst af því á sér stoð í veruleikanum. Útkoma þjóðaratkvæðisins verður ríkisgjaldþrot og nýtt upphaf, sem enginn veit, hvernig þróast. Grikkir munu fara sína leið til fátæktar þess tíma, sem var undanfari ótímabærrar aðildar þeirra að Evrópu.