Grikkir geta ekki meira

Punktar

Grikkir svindluðu sig inn í Evrópusambandið og hafa hagað sér þar eins og fífl. Samt munu þeir ekki verða við kröfum sambandsins um meiri sparnað. Út í hött er að sauma meira að þeim eins og sambandið gerir nú. Viðurkenna verður samábyrgð sambandsins og leggja byrðarnar á það. Evrópusambandinu ber ekki skylda til að vera innheimtustofnun fyrir fjölþjóðlega fjárglæfrabanka. Grikkir hafa skorið ríkið niður og rústað innviðum samfélagsins til að verða við óréttlátum kröfum. Allt hefur komið fyrir ekki, því að hagkerfið hefur dregizt hættulega saman. Framkoma Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum verður sambandinu ævarandi hneisa.