Grikkir hefti auðgreifa

Punktar

Deila Grikklands og Evrópu er ekki svart-hvít, heldur hafa hvorir tveggja sumt sér til málsbóta. Vaxtabyrði Grikklands er of há, samfélagið stendur ekki undir henni, hún er óraunhæf. Á hinn bóginn hafa Grikkir trassað að draga úr lúxus, sem þar er óeðlilega mikill. Starfsævi er þar of stutt og ríkisgeirinn er of bólginn. Alvarlegra er þó, að auðgreifar komast hjá sköttum og skyldum í skjóli gerspillts ríkisvalds. Grikkjum ber að hreinsa spillinguna. Syriza er bezt til þess fallið og hefur völdin til að gera það. Aðalatriðið er að hlífa fátækum, öfugt við það, sem gert er á Íslandi. Vonandi nær Grikkland sáttum við Evrópu.