Grikkir og Íslendingar

Punktar

Grikkland minnir á Ísland. Hægri sinnuð stjórn setti þjóðfélagið á hausinn. Og vinstri stjórn varð óvinsæl af að reyna að moka flórinn. Herkostnaðurinn við björgunina lendir á almenningi á báðum stöðum. Ríkisbubbar borga ekki skatt og flýja af landi brott. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur til hjálpar og heimtar of háa vexti. Fólk afneitar aðild sinni að hruninu. Þótt það hafi kosið yfir sig hægri stjórnir, sem kunnu ekki með fé að fara. Þótt það hafi fengið létta ríkisvinnu með miklum fríðindum, sem þarf að skera niður. Allt er þetta kunnuglegt. Grikkir mótmæla hastarlegar, en afneitunin er hin sama.