Grikkland verður gjaldþrota

Punktar

Guardian segir í morgun, að Grikkland verði óhjákvæmilega gjaldþrota. Skynsamlegt sé að hætta að berjast gegn því. Baráttan fresti bara vandanum. Í staðinn beri að viðurkenna staðreyndir og skipuleggja gjaldþrotið til að minnka áhrif þess. Kröfurnar á herðar grískum almenningi séu of þungbærar. Þetta leiðir hugann að íslenzka hruninu. Ísland neitaði að borga erlendum bönkum og komst upp með það. Þúsund milljarða tjón erlendra banka varð ekki tilefni vandræða. Ágreiningur snerist bara um lítinn þátt málsins, IceSave, mismunun útlendra og innlendra. Það ætti að geta orðið Evrópu lærdómsríkt.