„Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra hrunstjórnarinnar ári fyrir hrun. Kannski boðar Bjarni Benediktsson annað hrun, þegar fjármálaráðherra segir efnislega það sama í sjónvarpsumræðu á alþingi. Er þá bara ár í hrun að þessu sinni? Að sumu leyti hafa báðir rétt fyrir sér. Það var góðæri þá og er góðæri nú. Það er að segja fyrir grillboð silfurskeiðunga. Hossa sér í afskriftum og einkavinavæðingu, grilla og græða eins og enginn sé morgundagurinn. En góðærin virka ekki fyrir þann helming þjóðarinnar, sem hefur innan við hálfa milljón á mánuði. Silfurskeiðungar telja slíka ekki til manna.