Grillirahryggur

Frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði að Fitjaá í Skorradal.

Fáfarin vermannaleið úr uppsveitum Borgarfjarðar. Var þá haldið áfram suður um Hrísháls, Reynivallaháls og Svínaskarð. Einnig fjárrekstrarleið til slátrunar í Reykjavík fram á 20. öld. Ekki er vitað, hvað nafn leiðarinnar þýðir.

Förum frá Stóra-Botni upp fáfarinn slóða á Svartahrygg milli Víðiblöðkudals að vestan og Kálfadals að austan upp á Víðhamrafjall. Síðan norður eftir Grillirahrygg og upp Beinabrekku á Hrosshæð í 440 metra hæð. Síðan niður með Skúlagili vestanverðu alla leið niður að Fitjaá í Skorradal.

10,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Reynivallaháls, Múlafjall, Leggjabrjótur, Teigfell, Skorradalur, Kúpa.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH