Grillirahryggur og Hallaragötur

Hestar

Það er ekki hlutverk náttúruverndarsinna að hata sagnfræðina, að slá striki yfir ellefu alda sögu þjóðarinnar. Fornar reiðleiðir eru lifandi þáttur sögunnar. Við þurfum að halda við fornum reiðleiðum, reisa hrundar vörður og halda áfram að ríða Vonarskarð. Vatnajökulsþjóðgarður ætti frekar að ráða mig til að ríða Vonarskarð en að banna mér það. Annars endar þessi vitleysa með því að við vitum ekkert lengur um Sölvamanagötur og Síldarmannagötur. Um Grillirahrygg og Hallaragötur, um Gullveginn og Kóngsveginn. Hestaskeifur henta betur en góritex-skór til að halda við þessum aldagömlu fornminjum.