Grímsárbugar

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal um Grímsárbuga að Norðlingavaði á Grímsá.

Þetta er kjörleið fyrir hestamenn. Riðið er á hörðum árbökkum og í ánni. Fyrrum ein helzta sportleið Borgfirðinga, stundum farin með hestakerrur á ís.

Förum frá Oddsstöðum vestur að brúnni yfir Grímsá. Síðan vestur eftir ánni og á bökkum hennar að Norðlingavaði nálægt Mannamótsflöt.

16,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Mávahlíðarheiði, Hálsaleið, Hestháls.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH