Um frystihúsin sagði Halldór Laxness: Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemta sér. Þá höfðu grínistar ekki enn fattað að veðsetja þjóðareignina. Nú hafa þeir fattað, eru meira gjaldþrota en nokkru sinni fyrr. Tími er kominn til, að ríkið hirði kvótann út úr gjaldþrotunum. Við þurfum enga fyrningarleið til að endurheimta auðlindina.