Gríptu tækifærið

Punktar

Umboðsmenn kvótagreifa og annarra ríkiseigenda vilja ekki, að þú notir rétt þinn til að færa þjóðinni stjórnarskrá. Frumvarpið er byggt á þjóðfundi og einróma samþykkt í stjórnlagaráði. Taktu þátt í tækifæri til að færa valdið frá bófaflokkum til þjóðarinnar. Misstu ekki af tækifæri þjóðaratkvæðisins laugardaginn 20. október. Aldrei áður hefur þjóð verið boðið að taka beinan þátt í mótun lýðræðis-samfélags. Atkvæði þitt skiptir máli og knýr þingmenn til jákvæðra aðgerða. Gamla stjórnarskráin er fúsk frá 1944. Allir vissu þá, að alvöru stjórnarskrá þyrfti fyrr en síðar. Uppkast hennar er nú fullbúið.