Gríski harmleikurinn

Punktar

Ekki frekar en íslenzk hafa grísk stjórnvöld lært nokkuð af hruninu. Þau hugsa bara um að halda fast í kjötkatlana, lofa öllu fögru og efna ekki neitt. Heilar hagtölur eru skáldaðar til að vinna tíma. Allt er þetta til að verja hagsmuni sína og sinna, yfirstéttar Grikklands. Að undirlagi Angelu Merkel gerði Evrópa þau mistök að hefna sín á alþýðunni fyrir glæpi grísku auðgreifanna. Wikileaks hefur komið upp um samsærisviðræður í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um að framleiða vandræði til að þrýsta á ný loforð. Það er galið. Ef bera á saman svik grískra greifa og heimsku evrópskra valdamanna, þá sker það síðarnefndu meira í augun.