Gríski vítahringurinn

Punktar

Kosningaúrslitin í Grikklandi leysa engan vanda, en halda þráteflinu áfram. Annars vegar vilja Þjóðverjar ekki viðurkenna, að evran og Evrópusambandið eru of mikið sniðin að þörfum þeirra sjálfra. Grikkir hins vegar vilja ekki skilja, að verðmætasköpun í landinu stendur ekki undir yfirbyggingu þess. Þótt allar skuldir yrðu gefnar eftir, stendur gríska ríkið ekki undir sér. Ekki bætir úr skák, að Grikkir eru eins og Íslendingar fullir af ímyndunum og ranghugmyndum um samsæri útlendinga. Þjóðverjar voru langfjölmennastir ferðamanna, en þora ekki lengur að koma. Því hrynja grískar þjóðartekjur.