Óeirðirnar í Grikklandi koma á óvart. Forsendurnar eru þó svipaðar forsendum andófsins á Íslandi. Fólk er orðið dauðþreytt á pólitískri spillingu. Límið er farið úr samfélaginu. Enginn treystir lengur neinu. Fullorðið fólk tekur þátt í andófi á báðum stöðum, Grikklandi og Íslandi. Munurinn er sá, að hér stunda menn ýtingar og ýfingar. Þar kasta andófsmenn grjóti og löggan skýtur táragasi. Líklega felst munurinn í, að Grikkir eru vanir að tjá tilfinningar sínar, en Íslendingar eru í meira lagi tempraðir. Grikkir virðast líka hafa meira úthald til andófs. Þeir eru á fullu dag eftir dag, gefa ekkert eftir.