Frá þjóðvegi 94 við brú á Njarðvíkurá um Grjótdalsvarp að Bakkamel í Borgarfirði.
Mjög fallegt svæði, minnir á Stórurð fyrir neðan Dyrfjöll að vestanverðu.
Byrjum austan við brúna á Njarðvíkurá á þjóðvegi 94 í Njarðvík. Förum suðvestur undir Grásteinshlíð og síðan suður um Urðardal. Úr dalbotninum förum við austur og upp í Urðardalsvarp / Grjótdalsvarp í 620 metra hæð. Þar erum við norðan við norðausturtind Dyrfjalla. Síðan förum við austur og niður með Grjótá að norðan að Brandsbalarétt við Bakkamel í Borgarfirði eystra.
8,7 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Gönguskarð eystra.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort