Gróa biskup á Leiti

Punktar

Biskupinn hefur ekkert dæmi til stuðnings páskasögu sinni um svívirðingar, sem dynji á fermingarbörnum. Enn síður hefur hann röð dæma, sem geri vandann umræðuverðan. Ég hef ekkert dæmi heyrt, er kannski í skárri félagsskap en Karl Sigurbjörnsson. Líklegast er þó, að hann hafi í predikun sinni gengið í hlutverk Gróu á Leiti. Fer bara vel manni, sem hefur setið á dýrðarstóli á hnignunarskeiði ríkiskirkjunnar. Ódýrt fjas um ofsóknir og einelti minnir á grátkór kvótagreifanna. Nú fer hver dagur að verða síðastur hjá Karli á hans dýrðarstóli. Síðustu forvöð hans að mata safnaðarlömbin á grófum skáldsögum.