Saga Tryggva Þórs Herbertssonar á leið til gróðans verður sífellt flóknari. Við vissum að hann hóf göngu sína undir dulnefninu Hagfræðistofnun háskólans og skrifaði skýrslur í þágu auðmanna. Nú vitum við, að hann vildi fá Bjögga til að borga fyrir sig prófessorat á yfirverði. Tókst ekki, en hann komst á framfæri hins goðumlíka Karls Wernerssonar í Askar Capital. Það gekk illa. Honum tókst svo að verða ráðgjafi Geirs Haarde og valda hruni. Sendur þangað á bónus frá Wernerssonum, er vildu hafa hauk í horni við stjórnarborðið. Loks varð hann þingmaður Sjálfstæðis og reynir enn að hámarka gróða sinn.