Gróði handa gráðugum

Punktar

Við höfum fordæmið frá Bandaríkjunum, þar sem fólk borgar 100.000 krónur á mánuði í einkareknar sjúkratryggingar. Þar er langdýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Við höfum líka fordæmið hér, þar sem tannlækningar eru einkareknar og kosta of mikið fyrir fátæka. Við höfum fordæmi Eirar og Hraðbrautar, þar sem græðgiskarlar moka fé úr opinberum rekstri. Þess vegna hefur Sjálfstæðis ákveðið, að gott sé að einkareka heilsugæzlustöðvar og hluta af sjúkrahúsum. Það gefur gráðugum gæludýrum gróða. Sjálfstæðismenn kunna það eitt í bisness að láta einkarekstur liggja uppi á ríkissjóði. Skattgreiðendur borga tapið.