Gróði hvarf í braski

Punktar

Skuldir sjávarútvegs stafa að litlu leyti af viðbótum og endurnýjun innan greinarinnar. Helmingurinn af 400 milljarða skuldaaukningu sjávarútvegs á blöðruárunum 1997-2008 stafar af ótengdri starfsemi og af fjárglæfrum erlendis. Mest af restinni stafar af kaupum á auknum kvóta á uppsprengdu verði. Þetta kemur fram í skýrslu Háskólans á Akureyri. Kvótagreifar notuðu ekki gróðann til að efla sjávarútveginn, heldur til að fá lán til að braska með. Kvótagreifar eru ekki sjávarútvegur, heldur sníkjudýr á sjávarútvegi. Grisja þarf eignarhaldið með uppboðum á veiðiheimildum.