Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á vestanverðu landinu frá árinu 1982 til ársins 2010. Nánast allur batinn er vestan línu, sem draga má milli Þorlákshafnar og Sauðárkróks. Blágrýtissvæðið hefur greinilega tekið vel við sér, þegar sauðfé fækkaði á afréttum. Batinn nær ekki til móbergssvæðanna í Rangárvallasýslu og Þingeyjarsýslum. Þar er bergið linara og jarðvegurinn þolir verr samspil sauðfjár og hvassviðris. Spurning er, hvort ekki sé tímabært að banna sauðfé á afréttum þessara tveggja sýslna. Raunar á sauðfé heima í afgirtum högum á láglendi fremur en á tættum afréttum móbergssvæða.