Grunaði ekki Gvend

Punktar

Fer eins og mig grunaði í launapistli mínum í gær. Uppkast að kjarasamningi verzlunarmanna og verkafólks við Faxaflóa felur ekki í sér hækkun láglauna á næstu þremur árum. Prósentuhækkun hvers árs mun tæpast halda í við verðhækkanir á sama tíma. Ónýtir eru samningar um krónuhækkanir án tilvísana til gengis hins gerónýta gjaldmiðils eða til vísitöluhækkana á vöru og þjónustu. Vonlaust er að selja vinnu í kerfi, þar sem er allt er vísitölutryggt nema laun. Mér sýnist í rauninni, að greindarskortur einkenni uppburðarlitla samningamenn verkamanna. Og verzlunarmenn verða seint að múrbrjótum í óskum almennings um bætt lífskjör.