Frá Arkarlæk um leirur að Skipanesi í Leirársveit.
Gamla þjóðleiðin frá Akranesi upp í Borgarfjörð. Sæta verður sjávarföllum. Grunnafjörður er raunar víðáttumiklar leirur með miklu fuglalífi, viðkomustaður farfugla. Svæðið er verndað samkvæmt Ramsar-samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Leirurnar eru auðugar af burstaormum, svo sem sandmaðki og leiruskera. Nokkuð er um krækling og sandskel, fjöruflær og lónafló. Margir vaðfuglar eru hér, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur, svo og æðarfuglar. Margæs hefur viðkomu í Grunnafirði á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu til heimskautasvæðanna vor og haust. Fjörðurinn er mikilvægur fyrir ýmsa aðra fargesti, t.d. rauðbrysting.
Förum frá Arkarlæk norður Arkarlækjarnes og austur af því framarlega. Beygjum þaðan norðaustur um Arkarlækjarhólma og Kjalardalshólma og síðan norður í Álftatanga. Síðan áfram norður með ströndinni að Skipanesi og þaðan heimreiðina norður á þjóðveg 1.
5,4 km
Borgarfjörður-Mýrar
Ekki fyrir göngufólk
Nálægar leiðir: Hafnarskógur, Leirárdalur, Skarðsheiði.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH