Grunnvatnið lækkar

Punktar

Mesti vandi Írans eins og margra eyðimerkurríkja er, að grunnvatnsborðið lækkar jafnt og þétt. Vatn er grundvöllur mannlífs eins og þeir vita bezt, sem hafa lítið af því. Þetta er verri vandi en þurrð olíulinda. Borað er dýpra og dýpra til að bjarga málum frá ári til árs. Grunnvatn er leitt úr fjarlægum fjöllum í leiðslum tugi og hundruð kílómetra til vatnslítilla byggða. En fólkinu fjölgar stöðugt. Hver er þá framtíðarlausnin? Dólgafrjálshyggjan vill afhenda vatnið dólgafyrirtækjum, sem reynslan sýnir, að reka fátæka bændur á vonarvöl. Þannig sparast vatn, en það er ekki sú lausn, sem mannkynið mun velja sér til bjargar.