Grýlur fara með rangt mál

Punktar

Hreinar skuldir þjóðarbúsins við útlönd nema rúmum 500 milljörðum króna. Þá er búið að draga frá erlendar eignir og tjón erlendra kröfuhafa gömlu bankanna. Ekki er þá búið að gera ráð fyrir IceSave, en ég geri ráð fyrir, að sú skuld verði 150 milljarðar. Af því má ráða, að IceSave verði fjórði hluti Davíðsvandans hjá ríkinu. Afgangurinn stafar að hálfu af gjaldþroti Seðlabankans og að hálfu herkostnaði ríkisins við að endurreisa innlenda bankaerfið. Þetta eru háar tölur, en samt ekki nema brot af því, sem ýmsar Grýlur hafa hampað. Ef krónan braggast eitthvað, lagar það svo stöðuna enn.