Kokkar á Íslandi hafa lítið kynnt sér heilsufræði og allra sízt orkuþörf fólks. Fáránlegt er að setja 3000 kaloríur á disk manns, sem má borða 2000 kaloríur á heilum degi. Mér er minnisstætt veitingahús á Akureyri, þar sem fiskurinn kom í pönnu á floti í hálfu kílói af smjöri. Slíkt kann að henta rugluðum forsætis á „íslenzku leiðinni“ í megrun, en alls ekki venjulegu fólki. Oftar eru það þó minni háttar atriði, sósur og froður, sem magna kaloríumagn rétta. Kokkar þurfa að læra að taka tillit til næringarfræða og hætta að pumpa upp offitusjúklinga. Eldamennska felst ekki í að grýta smjöri, hveiti og rjóma í potta og pönnur.