Hrun Blairista í Bretlandi er orðið að óskipulegum flótta. Guardian beið hnekki með ítrekuðum árásum á Jeremy Corbyn. Reiddist skilnaði hans við Blairismann, sem tröllreið Verkamannaflokknum. Reyndist ekki skilja almenning og lokaði sig inni í fílabeinsturni úreltrar nýfrjálshyggju. Spurningin er svo, hvort gamalt merkisblað nær að klóra í bakkann, þegar lesendur hverfa í hópum. Svipað hrun merkisblaðs er hjá New York Times, sem hefur frosið í stuðningi við bankstera og aðra meginbófa landsins. Endar kannski með, að það skríður í fang Bernie Sanders. Pólitísk straumhvörf eru farin að leika vestrænu umræðustjórana grátt.