Guð og límingarnar

Punktar

Jón Gnarr skrifaði grein í Fréttablaðið um, að guð sé ekki til. Nokkrir prestar svöruðu og sögðu guð víst vera til. Mogginn sagði þá hafa farið af límingunum út af orðum Gnarrs. Fésbókin fjallaði um málið. Sumir fóru þar af límingunum út af orðum prestanna, sem höfðu farið af límingunum út af orðum Gnarrs. Eins og venjulega minntu orðskeytin á siðferði fótboltaleikja, þar sem fullorðið fólk gargar frá sér allt vit. Hver fyrir sig fylgir sínu liði gegnum rauðan dauðann. Einkennir raunar umræðu á Íslandi, að menn fara í manninn, en ekki í boltann. Ég varð engu nær um tilvist guðs, sem hefði þó verið áhugaverðara lesefni.