Guðbergur Bergsson ræðir forseta: “Á að vera í ætt við friðsaman, vitran afa eða ömmu sem kunna að stilla til friðar á heimilinu og hafa vit á krökkunum. Óæskilegi forsetinn er aftur á móti þannig að hann þykist segja krökkunum til en er í raun og veru eitthvað að atast í þeim og koma á ókyrrð í fjölskyldunni.” Á hápunktinum fari hann “að halda sig vera alþjóðlegur með meðfæddan rétt til að skipta sér af og skamma og flaðra út um víða veröld og snúa aftur hróðugur á heimaslóðir og segja: Tókst mér ekki vel upp, krakkar mínir? Auðvitað finnst krakkakjánunum það og forsetinn sé á heimsmælikvarða”