Guðfeður vinnumarkaðarins

Punktar

Bófar vinnumarkaðarins heimta, að ríkisstjórnin slái af hugmyndum sínum um þjóðnýtingu kvótans í sjávarútvegi. Það er hluti af tilboðinu, sem mafían telur, að þjóðin hafi ekki efni á að hafna. Við sáum það allt í Guðföðurnum. Bófar vinnumarkaðarins heimta líka að stórskuldugur ríkissjóður taki á sig atvinnuskapandi aðgerðir í verktakageiranum. Fari til dæmis að bora göt í fjöll. Einnig heimta bófar vinnumarkaðarins, að ríkið lækki skatta þrátt fyrir skuldsetningu sína. Annars verður bara alls ekki samið, segja bófar vinnumarkaðarins. Atvinnurekendur og verkalýðsrekendur eru óvinir okkar.