Guðlastið

Punktar

Skoðanafrelsi Vesturlanda hefur leitt til viðurkenningar á tilverurétti guðlasts, til dæmis í bókmenntum og listum. Talið er, að nútímamenn megi lasta það, sem áður var talið heilagt. Stofnanir kirkjunnar hafa í stórum dráttum sætt sig við þetta. Nú hafa hins vegar fylgjendur annarra trúarbragða á Vesturlöndum, einkum múslimar og sjíkar, tekið óstinnt upp gagnrýni og guðlast, sem beinist að þeirra trú. Í Bretlandi hafa sjónvarpsþættir verið teknir af dagskrá og leiksýningar af sviði vegna ofbeldishótana róttækra múslima og sjíka. Menn hafa gefið eftir í stað þess að verja skoðanafrelsið. (DV)