Guðleysingjar í metsölu

Punktar

Guðleysingjar eru í stórsókn í Bandaríkjunum. Hver bók guðleysingja á fætur annarri lendir þar á metsölulistum. Fremstir fara þekktir höfundar. Richard Dawkins skrifaði bókina: Ruglið um guð. Christopher Hitchins skrifaði bókina: Guð er ekki mikill. Sam Harris skrifaði bókina: Bréf til kristinna manna. Þeir þremenningar draga ekki styttri stráin í skefjalausri lýsingu á eymd kristninnar, vonzku hennar og eitrun trúhneigðra. Ég hef lesið allar bækurnar þrjár. Þær eru fínar, gegna þar svipuðu hlutverki og bók Níelsar Dungal: Blekking og þekking, gerði hér árið 1948. Hana mætti endurprenta.