Guðni er gamla Ísland

Punktar

Sagði í gær, að Andri Snær mætti hugleiða að víkja fyrir Guðna. Þá væru meiri líkur á nauðsynlegu falli Ólafs Ragnars. Snýst þó bara öðrum þræði um að fella þaulsetinn forseta. Snýst frekar um að kjósa nýjan. Hafði fyrirvara á, að ég vissi of lítið um stöðu Guðna. Eftir framboðsræðuna efast ég meira um hann en áður. Olli mér vonbrigðum. Er ekki nýja Ísland eins og Andri Snær. Bara snyrt útgáfa af ónýta Íslandi. Talar eins og hann virði lítils stjórnarskrárferil síðustu sjö ára. Eins og nú þurfi enn að byrja á núlli. Það er útilokað. Ferlið er að baki og nú duga ekki fleiri undanbrögð. Við þurfum stjórnarskrána STRAX.