Guðni – Finnur – Alfreð?

Punktar

Bófarnir eru í vandræðum með framboð sín í Reykjavík. Framsókn týndi efsta manni listans og Sjálfstæðisflokkurinn er sérkennilega klofinn. Býður fram landsbyggðarmann úr kvótapólitíkinni vegna skorts á Reykvíkingum. Einnig eru sumir flokkseigendur honum andvígir vegna Evrópustefnu og klofningur orðinn í flokknum vegna hennar. Verri er staða Framsóknar. Reynt er að fá Guðna, er kyssir kýrnar í sveitinni, þegar hann er ekki á Klörubar. Af hverju snýr hún sér ekki heldur til Finns, sem er vanur maður? Hefur sérleyfi til að leigja okkur orkugjaldmæla. Eða næla bara í Alfreð sjálfan, ekki er hann sveitó.