Guðni með Davíðsstæla

Punktar

Guðni Ágústsson hefur tekið upp stæla Davíðs Oddssonar í samskiptum við umboðsmann alþingis. Ráðherrann þykist ekki þurfa að afhenda gögn, þótt lög mæli svo fyrir. Stælarnir miða við að hræða embættið og fá það til að lúta geðþótta ráðherra og ráðuneyta. Umboðsmaðurinn þurfti á sínum tíma áfallahjálp eftir símahótanir Davíðs. Þá voru settar upp samskiptareglur milli umboðsmanns og ruddalegra ráðherra. Guðni sagði í fjölmiðlum, að hann væri í sambandi við umboðsmanninn. Vonandi hafa þar verið á ferðinni betri mannasiðir en voru í sambandi Davíðs við umboðsmanninn.