Bankastjórar og skilanefndamenn átta sig ekki á kaflaskiptum í samfélaginu. Umgangast alla með hroka. Ef Fjármálaeftirlitið rekur skilanefndarmann, er hann endurráðinn sem sérfræðingur eða framkvæmdastjóri. Þeir taka ekki mark á Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra. Þeir lýsa frati á hann, þegar hann vill upplýsingar um, hvaða fyrirtæki þeir hafa yfirtekið. Bera fyrir sig bankaleynd. Hún jafngildir guðsorði hjá bankastjórum og skilanefndum. Kominn er tími til að setja lög, sem banna hvers konar bankaleynd. Ekki dugir, að brennuvargarnir í brunaliðinu geti enn skotið sér bak við guðsorð Mammons.