Guðsþakkarverkið

Punktar

Hefðbundið er, að þeir, sem betur mega sín, níðast á þeim, sem minnst mega sín. Þannig hefur meirihluti alþingis verið að níðast á lítilmagnanum í allan vetur. Einnig er hefðbundið, að bófar mildist aðeins á aðventunni og fari að gæta að eigin sálarheill. Þá var og er til siðs að gera eitthvað viðvik fyrir einhvern aumingja. Það heitir guðsþakkarverk, er menn reyna þannig að bjarga sál sinni fyrir horn. Þeir afsaka illvirki sín gagnvart sjúkum, öldruðum og örkumluðum með því að gera lítið góðverk í restina. Í því ljósi er hægt að skilja góðverk á tveimur börnum, er alþingi varð einróma sammála um síðustu helgina fyrir jól.