Frá Gufudal í Gufufirði um Gufudalsháls að Galtará í Kollafirði.
Var fyrrum hluti þjóðleiðarinnar um Barðastrandarsýslu, en nú liggur þjóðvegurinn út fyrir Skálanes.Á heiðarbrúninni Kollafjarðarmegin er stór grænleitur steinn, Gullsteinn. Undir honum eiga að vera gull og gersemar. Aðeins neðar í hlíðinni er varða hlaðin ofan á kletti. Hún heitir Gvendaraltari eftir Guðmundi biskup góða.
Förum frá Gufudal vestur frá kirkjunni að vörðu í hlíðinni. Síðan um sneiðinga í Götugili upp á Gufudalsháls í 380 metra hæð. Síðan vel varðaða leið vestur af hálsinum um Gvöndaraltari og um marga og bratta sneiðinga við Gullstein og meðfram Galtará vestur og niður í Kollafjörð norðan Galtarár.
4,1 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Gróunes.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort