Gufusoðnar með bráðnu smjöri

Veitingar

Kartöflur eru hversdagsmatur, eru bara kartöflur. Áður voru þær kolvetni fátækra. Margir Írar lifðu á þeim og dóu síðan í uppskerubresti. Hefðbundið er í Norður-Evrópu að hafa kartöflur með kjöti og fiski. Sumum leiðist að borða þær soðnar. Því er reynt að matreiða þær á ýmsan hátt. Frægast er að skera þær í fingur og djúpsteikja. Eru einnig sneiddar og síðan ostbakaðar. Ennfremur soðnar og stappaðar og síðan steiktar, bakaðar eða grillaðar. Margir kokkar nostra ótrúlega við kartöflur. Mörghundruð uppskriftir eru að kartöflum. En ætli þær séu ekki bara beztar gufusoðnar með bráðnu smjöri?