Gúlagið nýja

Punktar

Augu heimsins beinast í auknum mæli að mannréttindabrotum Bandaríkjanna, sem Human Rights Watch segir vera alvarlegust allra brota, því að þau hafi lamað mannréttindi um allan heim. Hver harðstjórinn á fætur öðrum vitnar í Abu Ghraib og Guantánamo, þar á meðal Egyptaland, Malasía og Rússland. Allt bendir til, að pyndingar og annað ofbeldi Bandaríkjanna muni aukast, til dæmis er nú verið að undirbúa stofnun bandarískra fangelsa í Sádi-Arabíu, Jemen og víðar, svo að bandarísk lög nái ekki til fanganna. Ráðgert er, að þúsundir manna verði lokaðir inni til lífstíðar án dóms og laga.