Gull út á hrísgrjónin

Punktar

Of lengi höfum við mátt þola að hlusta á kenninguna um, að ofurmenni muni flýja hærri skatta. Vilji ekki borga sömu skatta og annað fólk. Björgólfur Thor mundi að vísu flýja tíkall í skatt. Hann flúði landið raunar fyrir mörgum árum. Hefðum samt þegið, að fleiri ofurmenni hefðu flúið fyrir löngu, þá hefðum við kannski sloppið við hrunið. Þau mega núna gjarna flýja hvert um annað þvert fyrir hærri skatti. Kenningin um letjandi áhrif skattheimtu eru fjárkúgun. Hún byggist á því rugli, að ofurmenni séu nauðsynleg til að lyfta samfélaginu. Þau gera það ekki, þau kaupa sér gull út á hrísgrjónin.